Þrjátíu umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar
Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann út þann 15. janúar sl.
Verkefnin sem sóttu um snerta öll á orkuskiptum, hringrásarhagkerfinu eða fullnýtingu auðlinda, en Norðanátt leggur mikinn fókus á að verkefni sem kynna á hátíðinni séu í takt við þessar áherslur.
Valnefnd, sem skipuð var af verkefnastjórn Norðanáttar hefur nú fengið umsóknirnar í sínar hendur og hefur það hlutverk að velja þau sprota- og vaxtarfyrirtæki sem fá tækifærið að kynna verkefni sín á hátíðinni þann 29.mars næstkomandi.
Tilkynnt verður um þau verkefni þann 15. febrúar á vefsvæði Norðanáttar.