Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi.

Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt og sóttu þrjátíu verkefni af öllu landinu um á Fjárfestahátíðina.

Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti. Umsóknir voru metnar út frá því hversu vel verkefnin falla að áherslum hátíðarinnar og fjárfestatækifæri verkefnisins.

Verkefnin sem munu taka þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023 eru:

Bambahús
- Úr drasli í nasl (VF)
Biopol - Ocean Gold (N)
EONE ehf. - e1 sameinar allar hleðslustöðvar í eitt app fyrir rafbílinn þinn! (Allt landið)
Frostþurrkun ehf
. - Miðlægt frostþurrkunarver á Íslandi sem þjónustar fyrirtæki og framleiðir frostþurrkaðar afurðir úr íslenskum hráefnum (S)
Gefn - Nýsköpun í grænni efnafræði (H)
GeoSilica Iceland - GeoSilica framleiðir hágæða steinefni úr íslensku jarðhitavatni með byltingarkenndri framleiðsluaðferð (R)
GreenBytes - Reducing food waste and increasing profit in restaurants. (H)
Gull úr Grasi - Tryggjum fóður og fæðuöryggi (N)
IceWind - Vindtúrbínur fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum (H)
Kaja Organic - Jurtamjólkur verksmiðja (V)
Melta - Melta er ný closed-loop hringrásarþjónusta fyrir lífrænan heimilisúrgang* sveitarfélaga á landsbyggðunum og framleiðsla á Meltu: gerjuðum lífrænum áburði (S)
Skógarplöntur ehf. - Framleiðsla á skógarplöntum á nýjan hátt (N)
Vínland Vínekran -  Vínrækt, víngerð, veitingarstaður og vínmeðferða Spa (S)
YGG - Yggdrasill Carbon þróar hágæða íslenskar vottaðar kolefniseiningar úr landnýtingarverkefnum (A)

(N) Norðurland / (S) Suðurland / (H) Höfuðborgarsvæði / (VF) Vestfirðir / (V) Vesturland / (R) Reykjanes / (A) Austurland

Valnefnd Fjárfestahátíðar

Í valnefnd sátu Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðstofnandi og eigandi Iceland Innovation Week, Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum Verðbréfum, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóra nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi og Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.

Að verkefninu Norðanátt standa EIMUR, SSNE, SSNV, RATA og Hraðið með stuðningi frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu.

Styrktaraðili Fjárfestahátíðarinnar 2023 er KPMG.

Previous
Previous

Skapa öflugt vistkerfi nýsköpunar í háskólasamfélaginu

Next
Next

Kröftugur endir hjá Norðanátt í Víking til Noregs