Norðansprotinn
Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Lagt er upp með að þátttakendur komi með hugmyndir í takt við áherslur Norðanáttar um mat, vatn og orku. Noí samstarfi við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum.
Norðansprotinn er fyrsti viðburður í upphafi nýrrar hringrás Norðanáttar. Keppnin fór fyrst fram í maí 2022 þegar nýsköpunarvikan stóð yfir og stendur til að halda keppnina næst í september 2023.
HefuR þú fengið góða hugmynd sem þú skiluR ekki af hveRju enginn eR að fRamkvæma?
HVERNIG VÆRI AÐ PRÓFA AÐ FRAMKVÆMA LAUSNINA SJÁLF/T/UR?
FyRiRkOmulag
Allir geta skráð sig í keppnina með eða án hugmyndar. Skráningin er opin fyrir alla og það kostar ekkert að taka þátt. Umsækjendur geta verið einir eða verið hluti af teymi sem langar til þess að leggja sitt af mörkum til þess að láta hugmyndina verða að veruleika.
Þú skráir þig til leiks með því að fylla út skráningarform hér á heimasíðu Norðanáttar (ATH! Norðansprotinn fór fram í maí 2022 og verður haldinn aftur að ári).
Í kjölfar skráningu færð þú tölvupóst með nánari upplýsingum m.a. um gerð og skil á einblöðungi sem lýsir hugmyndinni nánar.
Í framhaldinu fá 5-8 umsækjendur tækifæri til að kynna hugmyndina fyrir dómnefnd og gestum á lokaviðburðinum.
Sigurvegari keppninnar hlýtur titilinn Norðansprotinn og 500.000 kr í verðlaunafé.
DAGSKRÁ NORðanspROta 2022:
Nýsköpunarvikan 16. - 20. maí
Skráning - einn eða í teymi, með eða án hugmyndar.
Skil á einblöðung með eftirfarandi meginþáttum þinnar hugmyndar:
- Nafn fyrirtækis, vöru eða þjónustu.
- Vandamálið sem lausnin leysir.
- Lausnin (varan/þjónustan og hvernig hún leysir vandamálið)
- Markhópur, fyrir hverja er lausnin?
- Tekjumódel, hvernig aflið þið tekna?
- Tímalína, helsti vörður hingað til og framundan
- Fleira sem gagnast (Teymið og styrkleikar þess, logo, myndefni)Hverjir komast áfram? - Tilkynnt um 5-8 úrslitateymi sem fá tækifæri til að kynna á lokaviðburðinum.
Pitch þjálfun - Framkomuþjálfun hjá RATA ráðgjafarfyrirtæki.
Hver verður Norðansprotinn? Lokaviðburður, kynningar og verðlaunaafhending.
-
Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri og verðandi rektor Háskólans á Hólum.
Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfu.
Rannveig Björnsdóttir, dósent hjá Háskólanum á Akureyri.
Lilja Pálmadóttir hjá Horfstorfu.
Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri hjá Vistorku.
Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA.
-
Roðleður – Norðansprotinn 2022
Tólgarsmiðjan
Pelliscol
Ylur
Nordic Wine & View
Ísponica