Frjór farvegur til nýsköpunar í Færeyjum

Norðanáttarteymið hélt til Færeyja á dögunum til að sækja nýsköpunarhátíðina Tonik, sem haldin var í höfuðborðinni Þórshöfn nú í annað sinn.

Norðanáttar teymið fór í bráðskemmtilega óvissuferð með aðstandendum Tonik hátíðarinnar ásamt fyrirlesurum og öðrum góðum gestum.

Um 700 gestir voru á hátíðinni í ár og voru viðburðir hátíðarinnar okkur bæði gagnlegir, fræðandi og skemmtilegir. Á dagskrá voru meðal annars líflegar pallborðsumræður, innblásturserindi, vinnustofur og fjárfestakynningar.  Það er greinilega mikil hreyfing og gróska í nýsköpunarsenunni í Færeyjum. Þátttakendur á Tonik komu víðsvegar úr nýsköpunarsenunni á Norðurlöndunum og víðar og gafst tækifæri til að tengjast þeim enn betur.

Tvö frumkvöðlateymi, Surova og Circular Library Network, sem tóku þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar í mars sl. voru þátttakendur í pitch keppni á hátíðinni og lenti Surova þar í úrslitum. Við óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Við erum ótrúlega spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Hugskotið sem heldur meðal annars utan um hátíðina og þökkum gömlum vinum og nýjum, kærlega fyrir samveruna!

Áfram nýsköpun - saman erum við sterkari!

Previous
Previous

STARTUP STORMUR HEFST AFTUR Í HAUST - OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Next
Next

FJÁRFESTAHÁTÍÐIN Í SÉRFLOKKI