Fyrsta fjárfestahátíð Norðanáttar
Í mars var haldin glæsileg fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði. Fjárfestahátíðin var lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem átta fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin.
Á hátíðinni, sem hefur fengið verðskuldaða athygli, kynntu 10 teymi verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn. Viðburðurinn er eingöngu ætlaður fjárfestum sem horfa til landsbyggðarinnar sem ákjósanlegs fjárfestingakosts og voru um 30 fjárfestar mætti til leiks auk aðila úr stoðkerfi nýsköpunar, fulltrúar sveitarfélaga og annarra hagaðila.