Fyrsta fjárfestahátíð Norðanáttar

Í mars var haldin glæsileg fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði. Fjárfestahátíðin var lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem átta fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin.

Á hátíðinni, sem hefur fengið verðskuldaða athygli, kynntu 10 teymi verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn. Viðburðurinn er eingöngu ætlaður fjárfestum sem horfa til landsbyggðarinnar sem ákjósanlegs fjárfestingakosts og voru um 30 fjárfestar mætti til leiks auk aðila úr stoðkerfi nýsköpunar, fulltrúar sveitarfélaga og annarra hagaðila. 

Auk fjárfestakynninga fluttu ráðherrar kraftmikil og hvetjandi erindi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra opnaði hátíðina, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fluttu einnig ávörp. Þá héldu Josh Klein, athafnamaður og frumkvöðull, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans og Hólmfríður Sveinsdóttir nýskipaður rektor Háskólans á Hólum einnig erindi á hátíðinni.

,,Hér gæti verið að fæðast eitt af stóru fyrirtækjum framtíðarinnar", sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra í samtali við fréttastofu Rúv.

Nánar um fjárfestahátíð Norðanáttar hér.

Previous
Previous

Umhverfis-, orku og lofslagsráðuneytið styður Norðanátt