PellisCol í topp 10 í lokakeppni Gulleggsins
Frumkvöðlateymið í PellisCol hefur verið valið í hóp topp 10 teyma sem taka þátt á lokakeppni Gulleggsins.
PellisCol ætlar að þróa hágæða náttúrulegar Spa húðvörur úr hreinu íslensku kollageni fyrir baðlón, heilsulindir og hótel.“
Norðanátt hefur fylgt verkefninu og teyminu frá upphafi en þau komu sterk inn sem byrjendur á fjárfestahátíð Norðanáttar árið 2022. Síðan þá hafa tekið þátt í hugmyndasamkeppninni Norðansprotanum, viðskiptahraðlinum Vaxtarrými og fylgdu einnig Norðanátt í Víking til Noregs í janúar til að efla þekkingu á sínu sviði og auka tengsl við norðmenn.
Vinnustofur fyrir Topp 10 teymin munu hefjast um helgina og fara þau í gegnum stífa þjálfun áður en þau stíga á stóra sviðið.
Við í Norðanátt erum stolt af frumkvöðlunum okkar og þeirra vegferð og óskum þeim góðs gengi í lokakeppninni þann 10. febrúar í Grósku.
Gulleggið frumkvöðlakeppnin er haldin af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf.